ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Wednesday Jan 27, 2021
Wednesday Jan 27, 2021
Wednesday Jan 27, 2021
Í desember 2017 hvarf hin 19 ára Natalie Bollinger frá heimili sem hún deildi með kærastanum sínum. Nokkrum dögum síðar finnst lík ungrar stúlku. Aðeins vikum áður en hún hvarf sótti hún um nálgunarbann gegn karlmanni sem var að áreita hana, faðir hennar rændi útfararpeningunum og fyrrverandi kærastinn hennar sendi skrítin skilaboð.
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:
Tuesday Jan 26, 2021
Tuesday Jan 26, 2021
Tuesday Jan 26, 2021
Þegar hin 15 ára gamla Paige Doherty hafði ekki heyrt í kærasta sínum einn laugardagsmorgun og hafði ekki mætt til vinnu vöknuðu áhyggjur hjá vinum og vandamönnum hennar.
Rannsókn málsins var ekki komin langt á leið þegar lík hennar fannst í skóglendi nálægt þaðan sem hún hafði sést síðast.
Overkill, samfélagsmiðlar, grunsamleg eftirlitsmyndbönd, opinber viðtöl gerandans og siðlaus hegðun hans
Wednesday Jan 20, 2021
Wednesday Jan 20, 2021
Wednesday Jan 20, 2021
Kurt Sova var 17 ára strákur sem hvarf sporlaust úr partýi í heimabæ sínum. Enginn vildi tjá sig um að hafa séð hann þar, né að yfir höfuð hafið verið partý þetta kvöldið. Sex dögum síðar fannst hann látinn, og var dauðinn hans flokkaður sem "óvitað". Ákveðnir hlutir bentu þó á að hann hafi ekki látist af slysaförum, og var fjölskyldan hans handviss um að hann hafi verið myrtur.
Tuesday Jan 19, 2021
Tuesday Jan 19, 2021
Tuesday Jan 19, 2021
Í þessum þætti kynnumst við The Crossbow Cannibal, manni sem hefði strax átt að setja á bak við lás og slá þegar hann var unglingur
Sem krakki átti hann vægast sagt ógeðslega draumóra sem hann síðar framkvæmdi - með siðlausari mönnum sem til eru!
Hvarf þriggja kvenna, sláturhús, lásabogar og samúræj sverð svo eitthvað sé nefnt
Wednesday Jan 13, 2021
Wednesday Jan 13, 2021
Wednesday Jan 13, 2021
Þegar unnusti Ellie-ar kemur að henni látinni á eldhúsgólfi íbúðar þeirra tekur við ein lélegasta lögreglurannsókn sem sögur fara af
Þrátt fyrir fjölda stungursára og borðliggjandi manndrápsmál eru lögregla og rannsakendur ekki á sama máli
Arfaslök vinnubrögð, sálfsvíg, aukaverkanir lyfja, grunsamlegur unnusti og barátta fjölskyldunnar
Wednesday Jan 13, 2021
Wednesday Jan 13, 2021
Wednesday Jan 13, 2021
Unknown 1 - Yara Gambirasio var 13 ára stelpa sem bjó í úthverfi Bergamo á Ítalíu. Daginn einn mætti hún á fimleikaæfingu og hvarf svo sporlaust. Stærsta og víðamesta rannsókn Ítalíu hófst í von um að finna einhver ummerki um hana. DNA sýni, framhjáhald, sögusagnir, næturklúbbur, símahleranir, rangur maður handtekinn - þetta mál tekur okkur í eina ótrulegustu rannsóknarvinnu fyrr og síðar!
TW - um er að ræða dauða 13 ára stúlku og því vörum við ykkur hér með við áður en þið leggið í hlustirnar..
Tuesday Jan 12, 2021
Tuesday Jan 12, 2021
Tuesday Jan 12, 2021
Við skoðum mál Mauru Murray sem hvarf nánast sporlaust eftir að hafa lent í óhappi á fjallavegi í New Hampshire í Bandaríkjunum
Hvað kom fyrir, hvað gekk á dagana á undan og hvað ætlaði hún sér?
Við förum yfir málið, pælum í kenningum og hendum okkar eigin fram!
Thursday Jan 07, 2021
Thursday Jan 07, 2021
Thursday Jan 07, 2021
Þegar 19 ára nemi finnst myrt á hrottalegann hátt heima hjá vinkonu sinni eftir kvöld á klúbbnum, þá vakna upp ákveðnar spurningar. Morðvopn, hótanir, neyðarlínusímtal, pocked dial upptaka úr símanum hennar, DNA, takeaway poki með skilaboðum! Maður myndi halda að það væri allt til staðar til þess að leysa málið og gefa Faith réttlætið sem hún á skilið, en það reynist þó ekki svo auðvelt..
Við erum á facebook og instagram: Morðskúrinn!
Saturday Dec 26, 2020
Saturday Dec 26, 2020
Saturday Dec 26, 2020
Í síðasta aukaþætti mánaðarins tökum við fyrir mál Corrie McKeague sem að týndist í september árið 2016.
Afdrif hans eru enn óljós og eftir að hafa skoðað málið sitjum við með fleiri spurningar en svör.
Við þökkum enn og aftur fyrir hlustanirnar síðustu mánuði og viðbrögðin og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Við sjáumst hress í janúar!
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Í þessum þætti verður sérstakt jólaþema þar sem bæði málin gerast í desember! Við byrjum á því að fjalla um Los Feliz Murder Mansion, en eftir að hræðilegt morð átti sér stað þar, stóð húsið ósnert með jólaskreytingum í mörg mörg ár.
Seinna málið sem við fjöllum um er JonBenét Ramsey, 6 ára fegurðardrottningin sem fannst látin á heimili sínu á jóladag. Mannránsbréf, brotinn gluggi, DNA, í raun böns af sönnunargögnum en ekkert sem að bendir á sekann aðila og þar með er málið enn í dag óleyst.
Þetta er næstsíðasti þátturinn okkar í desember, en næsti þáttur kemur út á laugardaginn! Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár - og munið að koma og henda ykkur yfir á samfélagsmiðlana okkar til að lesa eitthvað gúrme dæmi á meðan jólafríinu stendur!
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.