Episodes

5 days ago
Raðmorðingi: Hadden Clark
5 days ago
5 days ago
Hadden hafði búið hjá bróður sínum í einhvern tíma þar til bróðir hans fékk nóg og bað hann vinsamlegast um að flytja út. Sama dag og flutningurinn átti sér stað hvarf sex ára stúlka úr hverfinu sem þótti í fyrstu vera algjör tilviljun. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem lögregludeildin sem rannsakaði mál stúlkunnar fékk símtal frá annari rannsóknarlögregludeild með möguleg tengsl á mili tveggja mála og í ljós kom fremur óhugnalegur atburður sem hafði átt sér stað.
Viltu meira efni?
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:

Wednesday May 24, 2023
Manndráp: Adrian Jones
Wednesday May 24, 2023
Wednesday May 24, 2023
Adrian Jones var sjö ára gamall þegar hann lést.
En af þessum sjö árum voru örfá sem mættu teljast góð.
Adrian bjó við gríðarlega vanrækslu, ofbledi og niðurlægingu inn á heimili föður síns, heimili sem hann hefði átt að upplifa sig elskaðann og öruggann.
Raunveruleikinn var allt, allt annar.
Við vörum við lýsingum í þættinum.
Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland
Kóðinn "morðskúrinn" veitir ykkur 20% afslátt af öllum vörum inn á
ÁSKRIFT

Tuesday May 16, 2023
Manndráp: Kimberly Antonakos
Tuesday May 16, 2023
Tuesday May 16, 2023
Þegar Kimberly skilaði sér ekki heim eftir djammið og mætti ekki til vinnu þá byrjuðu vinir og vandamenn að hafa miklar áhyggjur af henni. Á meðan leit af henni stóð yfir var fjölskylda hennar gjörsamlega grunlaus um þann hrylling sem var að eiga sér stað, en fengu þau nokkuð góða hugmynd um það eftir að hafa farið til miðils og fengið upplýsingar frá honum.
Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is
Viltu meira efni?
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:

Wednesday May 10, 2023
Manndráp: Addie Hall
Wednesday May 10, 2023
Wednesday May 10, 2023
Í franska hverfinu í New Orleans bjuggu Addie Hall og Zack Bowen, en þau voru yfir sig ástfangin, eða svo hélt fólk. Það var svo einn dag sem lögreglan fékk símtal um mann sem hafði framið sjálfsvíg á hóteli og við skoðun á líkindu fundu þeir miða, miða sem sagði þeim að kíkja á heimili mannsins. Á heimilinu fann lögreglan veggjakrot sem ýmsum ábendingum, og að lokum ákváðu þeir að opna ofninn...

Tuesday May 02, 2023
Mannshvarf: Charlene Downes
Tuesday May 02, 2023
Tuesday May 02, 2023
Charlene var aðeins 14 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust úr heimabæ sínum árið 2003. Erfitt reyndist fyrir fjölskyldu hennar að fá aðstoð við leit þar sem lögreglan taldi að hún hafi stungið af. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem lögreglan kom opinberlega fram með kenningu um hvað þeir töldu hafa komið fyrir Charlene og voru tveir menn handteknir. Það átti samt eftir að reynast þeim erfitt að fá réttlæti fyrir Charlene og fjölskyldu hennar.
P.s. ekki borða kebab við hlustun á þessum hætti þakkið mér seinna
Viltu meira efni?
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:

Wednesday Apr 26, 2023
Manndráp: Daniel Pelka
Wednesday Apr 26, 2023
Wednesday Apr 26, 2023
Daniel Pelka var lítill strákur sem átti svo sannarlega skilið að vera elskaður, dýrkaður og dáður en þvert á móti upplifði hann allt sem barn ætti aldrei nokkurntíman að upplifa.
Saga Daniels er saga drengs sem var brugðist og það heiftarlega.
Við vörum við sumum lýsingum þáttarins í dag.
Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland
Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt inn á
ÁSKRIFT

Wednesday Apr 19, 2023
Manndráp: Doan fjölskyldan
Wednesday Apr 19, 2023
Wednesday Apr 19, 2023
Þann 30. september árið 2005 hringdi 10 ára Robin í neyðarlínuna og bað um aðstoð þar sem hún hafði heyrt skothljóð og vissi ekki hvað væri í gangi. Þegar lögreglan mætti þá tók á móti þeim hræðilegur vettvangur, sem átti eftir að breyta lífi Robin til frambúðar. Rannsókn hófst í kjölfarið, en af þeim ómeðvituðum var rannsóknardeild lögreglu í um 8 tíma fjarlægðar að rannsaka svipaðan vettvang.
Þátturinn er í boði Scrub Daddy en með kóðanum morðskúrinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is
Viltu meira efni? Áskrift kostar 990kr.- á mánuði
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til þess að sjá myndir af vettvangi, upptökur, myndbönd og annað sem tengist málinu

Wednesday Apr 12, 2023
Manndráp: Kimberly Diane Hill
Wednesday Apr 12, 2023
Wednesday Apr 12, 2023
Kimberly Diane Hill fannst látin þann 28 mars árið 2014, á það sem átti að vera 51. afmælisdagur hennar.
Aðkoman var hrottaleg enda hafði Kimberly hlotið tugi áverka á höfuð og var hamar notaður sem vopn.
Það átti eftir að koma flestum í opna skjöldu þegar upp komst hver árásarmaður Kim hafði verið.
Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland
kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á
ÁSKRIFT

Tuesday Apr 04, 2023
Dularfullur dauði: Joseph Smedley
Tuesday Apr 04, 2023
Tuesday Apr 04, 2023
Einn mánudagsmorgun vaknaði Vivian við undarleg SMS skilaboð frá bróður sínum Joseph, þar sem hann sagðist vera að fara úr landi. Enginn heyrði frá honum eftir það og við rannsókn kom í ljós að hann hafði einnig skilið eftir dularfullt bréf heima hjá sér. Nokkrum dögum síðar fannst lík hans, og á mjög undarlegan hátt. Lítil sem engin rannsókn var gerð og fjölskyldan sat uppi með fleiri spurningar en svör hvað varðar andlát Joseph.
Með kóðanum mordskurinn fáið þið 20% afslátt af öllum vörum inni á www.scrubdaddyisland.is 🧽
Viltu meira efni?

Wednesday Mar 29, 2023
Manndráp: Arpana Jinaga
Wednesday Mar 29, 2023
Wednesday Mar 29, 2023
Arpana Jinaga var einhver harðduglegasta unga kona sem sögur fara af.
Hún virtist óhrædd við flest, hafði sett sér háleit markmið í gegnum lífið og tekist að ná þeim langflestum áður en hún var hrottalega myrt inn á heimili sínu eftir hrekkjavökupartý.
Morð Arpana átti eftir að vera lengi óleyst, en þegar loksins kom að því að réttarhöld í máli hennar fóru fram þá áttu klúðrin eftir að koma í ljós
Þátturinn er í boði Scrub Daddy Ísland
Kóðinn "morðskúrinn" veitir 20% afslátt af öllum vörum inn á www.scrubdaddyisland.is
ÁSKRIFT