ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Wednesday Mar 03, 2021
Wednesday Mar 03, 2021
Wednesday Mar 03, 2021
April Millsap var lífsglöð ung stelpa sem var dugleg að fara út að skokka með hundinn sinn Penny
Þegar hin 14 ára April finnst látin í skurði við vinsæla gönguleið fer í gagn flókin rannsókn á gangi mála.
Bæði gekk hægt að finna muni April-ar sem hún hafði verið með á sér daginn sem hún var myrt, engar DNA sýni fundust á líkama hennar, þegar DNA sýnin fengust loksins voru engar samsvaranir og krefjandi var fyrir lögreglu að finna haldbær sönnunargögn til að koma gerandanum á bakvið lás og slá
Óhugnaleg sms, Nike Jordans, blá mótorhjól og eftirtektarsamir nágrannar
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Lauren Spierer var tvítug þegar hún hvarf sporlaust eftir að hafa djammað með vinum sínum árið 2011. Einungis hefur verið gefin út ein mynd af henni úr eftirlitsmyndavélum frá þessu kvöldi en það var í byrjun kvölds! Mjög dularfullt mál sem inniheldur þónokkrar kenningar um hvað átti sér stað, en ekki hefur tekist að sanna neina þeirra!
Tvær aðrar stelpur drepnar á sama stað, Israel Keys kemur við sögu um að hafa verið á svæðinu daginn sem hún hvarf en getur það verið að hann hafi gert þetta?
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
Í tilefni af nýja frumvarpinu hennar Áslaugar um umsáturseinelti fannst okkur tilvalið að taka einmitt slíkann þemaþátt, en í þættinum ræðum við um hana Cindy James. Hún bjó við slíkt einelti í 7 ár samfleytt, áreitandi og hótandi símtöl, miðar og bréf, fyrrverandi eiginmaður, dauðir kettir, eignarspjöll, árásir, íkveikja og fleira. Það var ekki fyrr en hún fannst látin sem fólk áttaði sig á hvað í raun og veru gekk á.
Tuesday Feb 23, 2021
Tuesday Feb 23, 2021
Tuesday Feb 23, 2021
Þegar þær Mary Morris og Mary Morris finnast báðar látnar undir mjög svipuðum kringumstæðum með þriggja daga millibili vakna spurningar hjá lögreglu og ættingjum þeirra - voru málin tvö tengd?
Röð tilviljanna? Leigumorðingi? Reiður eiginmaður eða samstarfsmaður? Hver var ástæðan fyrir andláti þessara tveggja kvenna?
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
Í þessum þætti heyrum við af Jack nokkrum Barron en hann virtist vera hinn venjulegasti fjölskyldufaðir en átti við þó mörg vandamál að stríða
En Jack missti eiginkonu og tvö börn á óútskýrðan máta og baðaði sig upp úr samúðinni sem hann fékk í kjölfarið og gjafmildi fólksins í kringum hann - á meðan voru aðstandendur grunlausir um hvað raunverulega kom fyrir.
Við heyrum af sjaldgæfu tilfelli Munchausen by Proxy og afleiðingum þess.
Við setjum *TRIGGER WARNING* við þetta mál í ljósi þess að atburðir eru vægast sagt truflandi
Tuesday Feb 16, 2021
Tuesday Feb 16, 2021
Tuesday Feb 16, 2021
Russell Evans var þrettán ára gamall og átti allt lífið eftir framundan. Honum var hinsvegar svipt rétti til lífs, þegar hann fannst liggjandi á götu eftir að einhver keyrði á hann og stakk af. Ótrúlega mikið af hlutum sem passa ekki saman við áverka og hvernig réttarmeinafræðingur taldi að dauða hans hefði borið að, og fjölskyldan eyddi næstu árum í að finna út hver drap son sinn, en þó ekki fyrir hit n run, heldur fyrir að hafa lamið hann til dauða.
Wednesday Feb 10, 2021
Wednesday Feb 10, 2021
Wednesday Feb 10, 2021
Árið 1992 fannst hin 18 ára Katie Rackliff látin með fjölda stungusára - málið varð mjög fljótlega kalt enda lítið um áræðanleg sönnunargögn.
Gerandi í atviki í grunnskóla tvemur árum síðar átti þó eftir að tvinnast inn í mál Katie með ótrúlegum hætti og þannig kynnumst við Sharon eða The Devils Daughter
Sharon var ung stelpa með ömurlega æsku að baki og stórglæpaferil framundan.
Stórir hnífar, ofbeldi, voodoo, dýrafórnir og annað eins í þessum þætti!
Tuesday Feb 09, 2021
Tuesday Feb 09, 2021
Tuesday Feb 09, 2021
Í þessum þætti fjöllum við um svokallað "Pizza Bomber" eða "Collar Bomber" mál og ræðum hvernig hinn 47 ára gamli pítsasendill endar með sprengju utan um hálsinn í fjársjóðsleit.
Wednesday Feb 03, 2021
Wednesday Feb 03, 2021
Wednesday Feb 03, 2021
Mark Kilroy ætlaði aldeilis að njóta lífsins með þremur félögum loksins þegar kom að Springbreak fríi þeirra vina.
Ekki leið á löngu þegar langþráða draumafríið breyttist í martröð þegar þeir vinirnir skelltu sér til Mexíkó og Mark hvarf án alls fyrirvara
Viðtók stór rannsókn og samstarf mexíkósku og bandarísku lögreglunnar - ekki voru mikið af vísbendingum og málið vannst hægt en átti þó eftir að taka algjöran snúning þegar kom í ljós hverjir komu að máli
Sértrúarsöfnuðir, mannafórnir, dýrafórnir, djöfladýrkendur, sveðjur og vírar
Tuesday Feb 02, 2021
Tuesday Feb 02, 2021
Tuesday Feb 02, 2021
Hin 19 ára Natalee hverfur sporlaust í útskriftarferð árið 2005. Hin ótrúlegasta rannsókn kemur í kjölfarið sem sýnir okkur það hvað sönnunargögn geta verið ansi mikilvæg þegar kemur að því að sakfella einstakling. 5 árum síðar, upp á dag, finnst önnur kona myrt og er bendluð við sama einstaklinginn. Hinsvegar, til dagsins í dag, hefur Natalee aldrei fundist og enginn verið dæmdur fyrir að eiga hlut að máli hvað varðaði hvarfið á henni.
Ein ótrúlegasta og misheppnaðasta rannsóknarvinna allra tíma, þar sem ungur heimalingur kemst upp með alltof margar lygar.
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.