ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Wednesday Apr 07, 2021
Wednesday Apr 07, 2021
Wednesday Apr 07, 2021
Þegar Bethany Decker var farin að birta á facebook síðu sinni óeðlileg skilaboð og vinkonu hennar fannst hún vera tala við einhvern allt annan en Bethany sjálfa á facebook spjallinu vöknuðu áhyggjur vina og fjölskyldu
Átti þá eftir að koma í ljós að Bethany hafði hvorki sést né látið heyra í sér í heilar þrjár vikur, Bethany sem var ófrísk hafði horfið einhvern tíman á þessum tíma
Skoða þurfti flókinn ástarþríhyrning sem hún var í, grunsamlegan kærasta sem átti ljóta sögu um að meiða kvennfólk og atvikið sem varð til þess að hann var handtekinn fyrir hvarfið á Bethany
Tuesday Apr 06, 2021
Tuesday Apr 06, 2021
Tuesday Apr 06, 2021
Dean Corll fékk viðurnefnið The Candy Man og var bandarískur raðmorðingi sem rændi, nauðgaði, pyntaði og myrti að minnsta kosti 28 unglingsdrengi frá árunum 1970-1973, mögulega fyrr. Hann naut aðstoðar tveggja vitorðsmanna sem voru á unglingsaldri, og er þetta mál þekkt sem Houston Mass Murders. Flest fórnarlömbin hans voru vinir eða kunningjar vitorðsmanna hans, en þeir buðu strákum að koma heim í partý með loforð um frítt áfengi og fíkniefni.
Við mælum með að þið skoðið myndir af hverju máli fyrir sig áður en hlustun hefst:
Thursday Apr 01, 2021
Thursday Apr 01, 2021
Thursday Apr 01, 2021
Þegar hinn 21 árs gamli Christan Andreacchio finnst látinn inn á baðherbergi í íbúð sinni er gert ráð fyrir að hann hafi fyrirfarið sér.
Fjölskyldan hans keypti það nú ekki og ekki við Þórdís heldur og förum við yfir margt af því sem bendir til að kærasta Christians og vinur hafi átt eitthvað með atvikið að gera
Mikið talað, mikið spáð, margir hringir og alltaf sama niðurstaðan
Tuesday Mar 30, 2021
Tuesday Mar 30, 2021
Tuesday Mar 30, 2021
Árið 1997 fór Judy Smith ásamt eiginmanni sínum á ráðstefnu þar sem hún ætlaði að njóta sín og skoða sig um í Philadelphiu á meðan hann sinnti vinnunni sinni. Hún hinsvegar skilaði sér aldrei aftur upp á hótel og óljóst var um afdrif hennar, þar til nokkrum mánuðum síðar, fannst lík í um 10klst akstursfjarlægð.
Hvernig dó hún? Fór hún sjálfviljug þangað? Var henni rænt? Drap eiginmaðurinn hennar hana? Var henni haldið nauðugri þar til hún var á endanum drepin?
Ótrúlega margar spurningar, og eina sem við fáum eru kenningar og að heyra söguna hennar!
Í þessum þætti fáum við mjög skemmtilega gesti, en þar á meðal eru það þyrlurnar sem eiga sér leið á gossvæðið, konan á efri hæðinni sem tekur upp skúringarfötuna og uppáhalds vinkona mín og dóttir hennar Jóhönnu, Talía.
Wednesday Mar 24, 2021
Wednesday Mar 24, 2021
Wednesday Mar 24, 2021
Marvin Gabrion er nauðgari og morðingi sem drap hina 19 ára gömlu Rachel Timmerman, og er einnig bendlaður við mannshvarfið á Shannon, Wayne, John og Robert. Rachel og Shannon dóttir hennar hurfu eftir að Rachel var að fara að vitna gegn honum fyrir nauðgun sem hún varð fyrir að hálfu hans.
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
Þegar hin 16 ára Monique hverfur sporlaust er gengið útfrá því að hún hafi hlaupið að heiman, hún átti smávegis sögu um það og því þótti ekkert óeðlilegt að hún hefði gert slíkt hið sama í þetta skiptið.
En foreldrar hennar voru þó eitthvað skrítnir og það vakti athygli frænku Monique sem hrinti af stað atburðarrás sem enn er í gangi í dag, mörgum árum síðar.
Upplýsingar systkina Monique eiga vonandi eftir að leysa málið einn daginn en þangað til höldum við í vonina!
Wednesday Mar 17, 2021
Wednesday Mar 17, 2021
Wednesday Mar 17, 2021
Óvenjulegur þáttur í dag að því leitinu til að lítið er um ógeð í honum
En við segjum hinsvegar frá röð tilviljana sem varð að því að hægt var að bera kennsl á Calidonia-Jane Doe.
Hvernig samfélagsmiðlar og internetið getur stundum verið stór hjálp í lausn glæpamála.
Vefsíðan sem við minnumst á í þættinum er engin önnur en
www.websleauts.com sem við mælum innilega til að gleyma sér í að skoða
Tuesday Mar 16, 2021
Tuesday Mar 16, 2021
Tuesday Mar 16, 2021
Belle Gunness var norskur-amerískur raðmorðingi sem hagnaðist á peningum annarra á mjög undarlegann og ógeðfelldan hátt. Staðfest fórnarlömb eru 14 manns, en talið er að þau hafi verið allt að 40 talsins, þess vegna fleiri. Belle fór ódæmigerðar leiðir til að koma sínu á framfæri, en hún lokkaði menn til að heimsækja sig með auglýsingu sem hún setti í blöðin, og lofaði fullkomnu lífi - sem endaði þó snökkt, en vinan var ekkert að minnast á það!
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að sjá myndir, sönnunargögn og fleira skemmtilegt tengt þeim málum sem við tökum fyrir!
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Kvöldið 22. desember 1981, fór 19 ára Rhonda Hinson í jólapartý í vinnunni sinni. Að því loknu var ferðinni heitið til vinkonu sinnar þar sem hún ætlaði að gista um nóttina. Hún fékk símtal, og skyndilega yfirgaf svæðið til að fara, en komst aldrei á leiðarenda þar sem á leiðinni var hún skotin.
Skrítinn tengdafaðir, þráhyggjuhaldinn kærasti og dularfullir hlutir sem birtust í bílnum hennar.
Þið fáið að heyra málið um hennar Rhondu með kvefuðustu manneskju Íslands í þessum þætti, njótið!
Tuesday Mar 09, 2021
Tuesday Mar 09, 2021
Tuesday Mar 09, 2021
Frú Nannie sem heillaði alla með nýbökuðum bökum, blíðu brosi og hlýju en var þó engin venjuleg frú.
Eiginmenn hennar létust hver á fætur öðrum, dularfull andlát barnabarna og annarra ættingja hennar og engum datt í hug hverslags manneskju frú Nannie var í raun og veru.
Rottueitur, Arsenik, einkamáls auglýsingar og líftryggingar spila stóran þátt í máli dagsins!
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.