ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
Þegar hin 16 ára Monique hverfur sporlaust er gengið útfrá því að hún hafi hlaupið að heiman, hún átti smávegis sögu um það og því þótti ekkert óeðlilegt að hún hefði gert slíkt hið sama í þetta skiptið.
En foreldrar hennar voru þó eitthvað skrítnir og það vakti athygli frænku Monique sem hrinti af stað atburðarrás sem enn er í gangi í dag, mörgum árum síðar.
Upplýsingar systkina Monique eiga vonandi eftir að leysa málið einn daginn en þangað til höldum við í vonina!
Wednesday Mar 17, 2021
Wednesday Mar 17, 2021
Wednesday Mar 17, 2021
Óvenjulegur þáttur í dag að því leitinu til að lítið er um ógeð í honum
En við segjum hinsvegar frá röð tilviljana sem varð að því að hægt var að bera kennsl á Calidonia-Jane Doe.
Hvernig samfélagsmiðlar og internetið getur stundum verið stór hjálp í lausn glæpamála.
Vefsíðan sem við minnumst á í þættinum er engin önnur en
www.websleauts.com sem við mælum innilega til að gleyma sér í að skoða
Tuesday Mar 16, 2021
Tuesday Mar 16, 2021
Tuesday Mar 16, 2021
Belle Gunness var norskur-amerískur raðmorðingi sem hagnaðist á peningum annarra á mjög undarlegann og ógeðfelldan hátt. Staðfest fórnarlömb eru 14 manns, en talið er að þau hafi verið allt að 40 talsins, þess vegna fleiri. Belle fór ódæmigerðar leiðir til að koma sínu á framfæri, en hún lokkaði menn til að heimsækja sig með auglýsingu sem hún setti í blöðin, og lofaði fullkomnu lífi - sem endaði þó snökkt, en vinan var ekkert að minnast á það!
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að sjá myndir, sönnunargögn og fleira skemmtilegt tengt þeim málum sem við tökum fyrir!
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Kvöldið 22. desember 1981, fór 19 ára Rhonda Hinson í jólapartý í vinnunni sinni. Að því loknu var ferðinni heitið til vinkonu sinnar þar sem hún ætlaði að gista um nóttina. Hún fékk símtal, og skyndilega yfirgaf svæðið til að fara, en komst aldrei á leiðarenda þar sem á leiðinni var hún skotin.
Skrítinn tengdafaðir, þráhyggjuhaldinn kærasti og dularfullir hlutir sem birtust í bílnum hennar.
Þið fáið að heyra málið um hennar Rhondu með kvefuðustu manneskju Íslands í þessum þætti, njótið!
Tuesday Mar 09, 2021
Tuesday Mar 09, 2021
Tuesday Mar 09, 2021
Frú Nannie sem heillaði alla með nýbökuðum bökum, blíðu brosi og hlýju en var þó engin venjuleg frú.
Eiginmenn hennar létust hver á fætur öðrum, dularfull andlát barnabarna og annarra ættingja hennar og engum datt í hug hverslags manneskju frú Nannie var í raun og veru.
Rottueitur, Arsenik, einkamáls auglýsingar og líftryggingar spila stóran þátt í máli dagsins!
Wednesday Mar 03, 2021
Wednesday Mar 03, 2021
Wednesday Mar 03, 2021
April Millsap var lífsglöð ung stelpa sem var dugleg að fara út að skokka með hundinn sinn Penny
Þegar hin 14 ára April finnst látin í skurði við vinsæla gönguleið fer í gagn flókin rannsókn á gangi mála.
Bæði gekk hægt að finna muni April-ar sem hún hafði verið með á sér daginn sem hún var myrt, engar DNA sýni fundust á líkama hennar, þegar DNA sýnin fengust loksins voru engar samsvaranir og krefjandi var fyrir lögreglu að finna haldbær sönnunargögn til að koma gerandanum á bakvið lás og slá
Óhugnaleg sms, Nike Jordans, blá mótorhjól og eftirtektarsamir nágrannar
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Lauren Spierer var tvítug þegar hún hvarf sporlaust eftir að hafa djammað með vinum sínum árið 2011. Einungis hefur verið gefin út ein mynd af henni úr eftirlitsmyndavélum frá þessu kvöldi en það var í byrjun kvölds! Mjög dularfullt mál sem inniheldur þónokkrar kenningar um hvað átti sér stað, en ekki hefur tekist að sanna neina þeirra!
Tvær aðrar stelpur drepnar á sama stað, Israel Keys kemur við sögu um að hafa verið á svæðinu daginn sem hún hvarf en getur það verið að hann hafi gert þetta?
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
Í tilefni af nýja frumvarpinu hennar Áslaugar um umsáturseinelti fannst okkur tilvalið að taka einmitt slíkann þemaþátt, en í þættinum ræðum við um hana Cindy James. Hún bjó við slíkt einelti í 7 ár samfleytt, áreitandi og hótandi símtöl, miðar og bréf, fyrrverandi eiginmaður, dauðir kettir, eignarspjöll, árásir, íkveikja og fleira. Það var ekki fyrr en hún fannst látin sem fólk áttaði sig á hvað í raun og veru gekk á.
Tuesday Feb 23, 2021
Tuesday Feb 23, 2021
Tuesday Feb 23, 2021
Þegar þær Mary Morris og Mary Morris finnast báðar látnar undir mjög svipuðum kringumstæðum með þriggja daga millibili vakna spurningar hjá lögreglu og ættingjum þeirra - voru málin tvö tengd?
Röð tilviljanna? Leigumorðingi? Reiður eiginmaður eða samstarfsmaður? Hver var ástæðan fyrir andláti þessara tveggja kvenna?
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
Í þessum þætti heyrum við af Jack nokkrum Barron en hann virtist vera hinn venjulegasti fjölskyldufaðir en átti við þó mörg vandamál að stríða
En Jack missti eiginkonu og tvö börn á óútskýrðan máta og baðaði sig upp úr samúðinni sem hann fékk í kjölfarið og gjafmildi fólksins í kringum hann - á meðan voru aðstandendur grunlausir um hvað raunverulega kom fyrir.
Við heyrum af sjaldgæfu tilfelli Munchausen by Proxy og afleiðingum þess.
Við setjum *TRIGGER WARNING* við þetta mál í ljósi þess að atburðir eru vægast sagt truflandi
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.