ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Tuesday Jul 20, 2021
Tuesday Jul 20, 2021
Tuesday Jul 20, 2021
Við förum alla leiðina til Brasilíu í þetta sinn, en árið 2015 týndist 7 ára Beatriz í útskriftarveislu systur sinnar og á innan við klukkutíma fannst hún látin í kompu í skólanum þar sem athöfnin var haldin. Myndbandsupptökur frá fyrirtækjum í nágrenninu sýna meðal annars mann fyrir utan skólann kvöldið sem hún lést, að taka upp hníf frá yfirborðinu og stinga honum í sokkana sína. Hann labbar síðar inn í skólann - en sökum þess að slökkt var á ljósum á gögnum skólans og myndavélakerfið var með hreyfiskynjara, þá sást voða lítið um hvern var að ræða.
Thursday Jul 15, 2021
Thursday Jul 15, 2021
Thursday Jul 15, 2021
Francine Hughes kynntist eiginmanni sínum þegar hún var bara rétt rúmlega 15 ára - hún var ekki nema 16 ára gömul þegar hún gekk í hjónaband sem hún taldi sig ekki komast hjá að ganga í.
Mickey, eiginmaður Francine var alla tíð mjög vondur við hana en andlegt og líkamlegt ofbeldi var ríkjandi inn á heimili þeirra. Mickey stóð á sama að börnin hans horfðu upp á ástandið og versnaði og versnaði með árunum.
Það var svo árið 1977 sem Francine fékk endanlega nóg og við förum yfir atvikið í þessum þætti
Thursday Jul 15, 2021
Thursday Jul 15, 2021
Thursday Jul 15, 2021
Cynthia Jane Anderson var tvítug þegar hún hvarf sporlaust úr vinnunni sinni 10 dögum áður en hún ætlaði að fara á vit ævintýranna og hefja nám með kærastanum sínum í Biblíuskóla. Henni hafði verið búið að dreyma sl. árið, um að einn daginn yrði henni rænt, og einnig voru áreitandi símtöl í hennar garð sem flykktust inn á hennar borð, bæði heim til hennar og í vinnuna. Það var hádegi, í verslunarmiðstöð, að degi til sem hún hvarf, og ekki er vitað hvar hún er niðurkomin en nokkrar kenningar hafa myndast í kjölfar hvarfsins.
Wednesday Jul 07, 2021
Wednesday Jul 07, 2021
Wednesday Jul 07, 2021
Þegar Candace Hiltz finnst myrt inn á heimili sínu gengur lögreglan út frá því að bróðir hennar sé sá seki.
Fjölskyldan hennar er þó mjög ósammála því enda umræddir lögregluþjónar menn sem Candice hefði átt í útistöðum við nokkrum dögum áður og meðal annars staðið í hótunum við þá - að koma upp um ekki mjög heiðarleg vinnubrögð að þeirra hálfu
Morðið hefur aldrei verið upplýst en ég er nokkuð viss um að við séum öll sammála hver stendur að baki ástæðunnar að málið fær ekki að leysast.
Tuesday Jul 06, 2021
Tuesday Jul 06, 2021
Tuesday Jul 06, 2021
Í ágúst árið 1982 fara Bentley hjónin ásamt dóttur sinni Jackie, og hennar fjölskyldu í útilegu í Wells Gray héraðsgarðinn í Kanada. Eftir tvær vikur skila þau sér ekki heim, og strax hefst leit af þeim. Hvernig gat 6 manna fjölskylda horfið sporlaust og skilið engin ummerki eftir sig? Eftir víðamikla leit sem skilaði engum árangri fær lögreglan vísbendingu frá heimamanni, sem fann eitthvað óvenjulegt á svæðinu.
Við vörum við atriðum í þættinum, en tveir meðlimir þessarar 6 manna fjölskyldu eru 11 ára og 13 ára.
Thursday Jul 01, 2021
Thursday Jul 01, 2021
Thursday Jul 01, 2021
Margaret Fandel hafði treyst börnunum sínu fyrir að vera ein heima á meðan hún ætlaði að skreppa út á lífið ásamt systur sinni
Það átti eftir að umturna hennar veröld en það kvöld hurfu börnin sporlaust
Engar áberandi ástæður hvarfsins liggja fyrir og allir sem lágu undir grun voru hreinsaðir jafn hratt af öllum grun
En kenningarnar í kringum hvarf barnanna eru margvíslegar - sumar alveg út í hött og aðrar sem er eitthvað smá vit í
Veit pabbinn meira? Var Mr. W tengdur málinu á einhvern hátt? Er Amy á lífi?
www.facebook.com/mordskurinn
Wednesday Jun 30, 2021
Wednesday Jun 30, 2021
Wednesday Jun 30, 2021
Jayna Murray var myrrt á hrottalegann hátt á vinnustaðnum sínum, en hún var að vinna í Lululemon búð sem selur íþróttafatnað. Samstarfskona hennar lifði árásina af og gat sagt lögreglu greinargóða lýsingu á gerandanum. Fólk var vitni af árásinni úr búðinni við hliðiná og lét ekki lögreglu vita af því sem ætti sér stað, enda voru þau alltof upptekin að græja fyrir forsölu á Ipod 2 sem var að koma út daginn eftir. Það tók lögregluna langan tíma að finna morðingjann, enda var ekki mikið að vinna úr, en á endanum tókst það og situr hann nú á bak við lás og slá!
Wednesday Jun 09, 2021
Wednesday Jun 09, 2021
Wednesday Jun 09, 2021
Jæææja síðasti fyrir sumarfrí
Faðir Sarah Stern vaknaði við ljótan raunveruleika aðfaranótt 3 desember árið 2016, dóttir hans var horfin að virtist algjörlega sporlaust.
Fljótt fóru að vakna upp spurningar um geðheilsu Söruh, hvort að hún hafi mögulega getað hafa fyrirfarið sér en hún hafði átt erfitt í kjölfar andlát móður sinnar nokkrum árum áður.
Sannleikurinn var ljótur og gerendur stóðu Söruh ansi nærri og átti eftir að koma öllum að óvörum þegar sannleikurinn kom loksins í ljós.
Tuesday Jun 08, 2021
Tuesday Jun 08, 2021
Tuesday Jun 08, 2021
Phoebe Handsjuk var 24 ára gömul þegar hún fannst látin í ruslageymslu í blokkinni þar sem hún bjó með kærastanum sínum. Hún hafði framið sjálfsmorð emð því að troða sér í gegnum og láta sig falla frá 12 hæð í gegnum ruslarennuna, án þess að skilja eftir sig fingraför á víðavangi. 8 árum síðar finnst önnur kærasta sama manns látin sem framdi einnig sjálfsmorð með því að kyrkja sjálfa sig með snúru heima hjá sér. Pssst, foreldrar mannsins eru virtir og háttsettir dómarar í Melbourne. Er hann virkilega svona óheppin með kærustur eða er eitthvað annað í gangi?
Wednesday Jun 02, 2021
Wednesday Jun 02, 2021
Wednesday Jun 02, 2021
Þeir sem stóðu Noreen næst vissu að lífið hennar var enginn dans á rósum en í augum þeirra sem minna vissu leit Boyle fjölskyldan út fyrir að vera fyrirmyndar amerísk fjölskylda. Farsæll fjölskyldufaðir, þessi flotta tveggja barna móðir sem Noreen var og börnin þeirra tvö, Collier og Elizabeth
En raunin var sú að Jack var fjarri því að vera trúr eiginkonu sinni, hann var ekki svo góður faðir eins og fólk taldi og átti bráðlega von á barni með hjákonu sinni henni Sherri.
Aðfaranótt 31 desember árið 1989 vaknaði Collier þá 11 ára gamall við óhljóð og dynki og morgunin eftir var mamma hans, Noreen horfin.
Collier átti eftir að vera sá sem kom fram með upplýsingarnar sem áttu eftir að leysa málið að lokum og síðar koma föður sínum á bakvið lás og slá eftir hetjulegan vitnisburð.
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.