ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Tuesday Aug 31, 2021
Tuesday Aug 31, 2021
Tuesday Aug 31, 2021
Undir morgun þann 4 júlí árið 1954 vaknaði Sam Sheppard upp við öskur og vein í eiginkonu sinni, Marilyn sem hafði farið að sofa á efri hæð húss þeirra hjóna
Sam hljóp upp eins hratt og hann mögulega gat og tók þar á móti honum sem hann lýsir sem "form af manneskju" - Sam hlaut höfuðhögg og rotaðist og þegar hann rankaði við sér sá hann að kona hans var látin
Sam Sheppard var dæmdur af samfélagi sínu, fréttablöðum og seinna við réttarhöld sem sekur í morði eiginkonu sinnar
Við tók fjöldi ára þar sem fjölskylda hans og lögmannsteymi gerði sitt allra besta til að fá réttlætinu framgengt.
Það átti svo sannarlega ekki eftir að reynast nokkrum manni auðvelt
Wednesday Aug 25, 2021
Wednesday Aug 25, 2021
Wednesday Aug 25, 2021
Á níunda áratugnum gekk um Honolulu einstaklingur sem batt, nauðgaði og kyrtki ungar konur.
Fórnalömbin áttu það öll sameiginlegt að vera smágerðar, lágvaxnar og hurfu allar af mjög opnum svæðum
Lögreglan átti erfitt með að komast að því hver væri á verki en þegar fimmta fórnalamb Honolulu Strangler hvarf kom maður fram með upplýsingar
Sá maður varð fljótt efstur á list lögreglu yfir grunaða einstaklinga en það átti eftir að reynast erfitt að fella hann fyrir glæpi hans
Tuesday Aug 24, 2021
Tuesday Aug 24, 2021
Tuesday Aug 24, 2021
Kristin Smart var 19 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust frá heimavistinni þar sem hún bjó eftir að hafa verið úti að skemmta sér, árið 1995. Lítið var fyrir lögreglu að vinna með, en einnig tókst henni aldeilis að klúðra málinu m.a. með því að týna sönnuargögnum og lýta fram hjá leitarheimildinni sem þeim var úthlutað. Þrátt fyrir það, komu nýjar vendingar í málinu árið 2021 sem við förum yfir.
Wednesday Aug 18, 2021
Wednesday Aug 18, 2021
Wednesday Aug 18, 2021
Anita Cobby var hamingjusöm hjúkrunarfræðingur, margverðlaunuð fegurðardrottning, gift eiginmanni sínum John og naut lífsins
Hún hafði nýverið komin úr heimsreisu með eiginmanni sínum þegar þau ákváðu að taka örlitla pásu í sambandi sínu
Anita eyddi því tímanum sínum mikið með vinum að skemmta sér og hafði lokið einum slíkum hitting þegar hún hvarf sporlaust.
Hún fannst tvem dögum síðar, látin og illa leikin út á túni í 10 km fjarlægð þaðan sem hún hvarf. Öll augu beindust að vitlausum aðila um stundarsakir en vegna sniðugra aðferða við rannsókn hafðist loks að hafa upp á þeim seku í máli Anitu.
Málið er mjög grafískt, gróft og við vörum við sumum lýsingum þáttarins
Tuesday Aug 17, 2021
Tuesday Aug 17, 2021
Tuesday Aug 17, 2021
Mitrice Richardson var 24 ára þegar hún var handtekin þann 17. september árið 2009 eftir að neita að borga reikninginn sinn á veitingarstað í Malibu. Á lögreglustöðinni var móður hennar tjáð að henni yrði ekki sleppt fyrr en hún væri búin að sofa þetta af sér. Henni var hinsvegar sleppt fyrr en áætlað var. Eftir að hún gekk út af lögreglustöðinni, þá hvarf hún sporlaust og í kjölfarið vöknuðu margar spurningar.
Wednesday Aug 04, 2021
Wednesday Aug 04, 2021
Wednesday Aug 04, 2021
Þessi þáttur er í boði Covid og er hann því álíka mikill kúkur.
Þann 15. nóvember árið 2004 fannst Peter Porco látinn á neðri hæðinni heima hjá sér, og konan hans Joan var að berjast fyrir lífi sínu í rúminu þeirra á efri hæðinni. Óprúttinn aðili hafði gengið inn til þeirra og hoggið þau ítrekað með exi í andlitið. Exin var í eigu fjölskyldunnar og engu var stolið frá heimilinu. Báðir synir þeirra sluppu enda voru þeir í 300km+ fjarlægð, en þegar skoðað var allar hliðar máls þá kom í ljós mjög truflandi uppgötvun.
Tuesday Aug 03, 2021
Tuesday Aug 03, 2021
Tuesday Aug 03, 2021
Monika Rizzo var 44 ára gömul þegar hún gekk útaf vinnustað sínum og sást þar aldrei framar. Nokkrum dögum síðar var hún horfin fyrir fullt og allt og eiginmaður hennar allt annað en áhyggjufullur. Synir hennar og foreldar þó voru logandi hrædd um afdrif Moniku og lögðu allt í leit sína að henni.
Það átti eftir að koma í ljós að líkamsleifar væru að finna í bakgarði Rizzo fjölskyldunnar en lögreglan var nú samt frekar slök yfir þessu öllu saman.
Allt bendir til eins aðila en það fæst með engu sannað og því er mál Moniku Rizzo óleyst ennþá daginn í dag.
Wednesday Jul 28, 2021
Wednesday Jul 28, 2021
Wednesday Jul 28, 2021
Árið 1978 fóru fimm vinir saman á körfuboltaleik, þeir Ted 32 ára, Bill 29 ára, Jack 24 ára, Jackie, 30 ára og Gary Mathias 25 ára. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vera með fötlun og bjuggu í foreldrahúsi, og því vakti það óhug þegar þeir mættu ekki heim til foreldra sinna eins og vaninn var á hverju kvöldi. Lögreglan var mjög skeptísk til að byrja með, enda taldi hún bara að nú væri sko tíminn sem þeir ætluðu sér að djamma og hafa gaman af lífinu. Dagarnir liðu og ekkert bólaði á þeim en það var ekki fyrr en þeir fengu símtal frá móturhjólagengi sem lögreglan fór að taka hluti aðeins alvarlegri.
Í þessum þætti kynnum við ykkur einnig fyrir nýju hlaðvarpi sem við stöllur erum að hefja, en í því munum við einmitt fjalla um dularfulla og óútskýranlega atburði, óvenjulegar frásagnir fólks og samsæriskenningar - allt það dularfulla sem í raun passar ekki beint í Morðskúrinn. Þetta mál var innblástur fyrir það hlaðvarp sem mun hefja göngu sína fyrr en síðar.
Tuesday Jul 27, 2021
Tuesday Jul 27, 2021
Tuesday Jul 27, 2021
Leah Croucher var 19 ára þegar hún hvarf sporlaust á leið til vinnu í heimabæ sínum í Bretlandi. Hún vaknaði um morguninn, græjaði sig fyrir vinnu og hélt af stað gangandi en í vinnuna skilaði hún sér aldrei
Leah hafði aldrei valdið foreldrum sínum áhyggjum eða gefið neinum einhverja ástæðu til að óttast um hana fram að þessu.
Hvað kom raunverulega fyrir Leuh er með öllu óútskýranlegt en maður sem við köllum Herra X gæti vitað eitthvað en hefur kosið að segja ekki orð.
Hann kemst upp með það og samkvæmt lögreglu er búið að hreinsa hann af öllum grun.
Saturday Jul 24, 2021
Saturday Jul 24, 2021
Saturday Jul 24, 2021
Jæja seint koma sumir en koma þó!
Hér er þátturinn sem vantaði síðasta miðvikudag
En í þessum þætti fjöllum við um Pelu Atroshi. Pela var fædd í norður Írak og var ein af 10 börnum foreldra sinna. Vegna báglegra aðstæðna í Dohouk heimabæ Pelu fluttist fjölskyldan alla leið til Svíþjóðar. Þar braggaðist Pela verulega vel og aðlagaðist sínu nýja sænska lífi fljótt. Föður hennar til mikillar ama breyttist Pela mikið og tók hann ásamt afa Pelu afdrifaríka ákvörðun.
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.