ÁSKRIFTARLEIÐ
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.
Tuesday Mar 08, 2022
Tuesday Mar 08, 2022
Tuesday Mar 08, 2022
Missy Bevers var að undirbúa æfingu þegar óprúttinn aðili kemur að henni og ber hana með kúbeini til dauða. Til er myndbandsupptaka af aðilanum og bíll aðilans næst einnig á upptöku en þrátt fyrir það kannast enginn við hann.
Wednesday Mar 02, 2022
Wednesday Mar 02, 2022
Wednesday Mar 02, 2022
Alex Van Dalsen var 23 ára þegar hann fannst látinn á útivistasvæði í heimabæ sínum. Hann hafði horfið nokkrum dögum áður, gengið út heiman frá sér án þess að tala við kóng né prest og enginn veit hvað hann ætlaði sér eða hvert hann fór.
Andlát Alex var strax sagt vera vegna sjálfsvígs en móðir hans er því ósammála og í þættinum förum við yfir gögn málsins og afhverju grunur móður hans gæti verið á rökum reistur.
Tuesday Feb 22, 2022
Tuesday Feb 22, 2022
Tuesday Feb 22, 2022
Billy Payne og Billie-Jean Hayworth voru í blóma lífsins og höfðu nýverið eignast fyrsta barn sitt, soninn Tyler. Það hinsvegar breyttist skyndilega þegar óprúttnir aðilar brutu sér leið inn til þeirra og skutu þau til bana. Það sem átti síðar eftir að koma í ljós var að tilgangur morðanna var fáranlegri en maður getur mögulega ýmindað sér og átti sér engin stoð í raunveruleikanum.
SAMSTARF - 20% afsláttur af ROKA töskum inni á www.baejarbud.is með kóðanum morð. Gildir til 11. mars nk.
Wednesday Feb 16, 2022
Wednesday Feb 16, 2022
Wednesday Feb 16, 2022
Claudia var 29 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust í miðri vinnuferð á Jamaíka en hún starfaði sem rithöfundur
Hún hafði verði í samfloti annarra rithöfunda og þar á meðal var ein sem varð mjög góð vinkona hennar, sú hét Tania.
Claudia sást síðar á vappi á ströndum Negril þann 27 maí og hefur ekki sést eftir það.
Foreldrar hennar hafa lagt mikla leit af dóttur sinni en enn sem komið er hefur það reynst með öllu árángurslaust.
Einn maður hefur verið bendlaður við hvarfið en ekki tókst að sanna viðkomu hans að málinu með neinum hætti
Tuesday Feb 08, 2022
Tuesday Feb 08, 2022
Tuesday Feb 08, 2022
Mike Mansholt fór til Möltu að heimsækja kærustuna sína og ákvað að framlengja ferðinni til þess að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Einn morgun leigði hann sér hjól, fór út að hjóla og sást ekki síðar. Nokkrum dögum síðar fannst líkið við Dingli kletta sem var vinsæll túristastaður. Rannsóknaraðilar úrskurðu um að hann hafi líklegast hjólað framyfir bjargbrún, en sönnunargögn bentu til annars. Var þetta hræðilegt slys, eða var eitthvað annað í gangi?
Tuesday Feb 01, 2022
Tuesday Feb 01, 2022
Tuesday Feb 01, 2022
Ann Maguire var farsæll kennari í Corpus Christi menntaskólanum í Leeds að starfa sitt lokaár þegar hún var myrt af nemanda sínum í miðri kennslustund.
Nemandinn umræddi er hinn 15 ára gamli Will Cornick, en hann hafði orðið fyrir áfalli nokkrum árum áður og hafði reiðin vegna þessa brotist út með reiði, reiði aðallega í garð Ann sem var spænskukennarinn hans.
ÁSKRIFT:
Tuesday Jan 25, 2022
Tuesday Jan 25, 2022
Tuesday Jan 25, 2022
Theo Hayez var 18 ára strákur á bakpokaferðalagi um Ástralíu. Hann kemur til Byron Bay og ætlar að eyða síðustu fjóru dögunum sínum þar áður en hann heldur aftur heim til Belgíu. Þann 31. maí árið 2019 fer hann á Cheeky Monkeys næturklúbbinn en er að lokum hent út sökum ölvunar. Klukkan 23:07 setur hann inn Hostelið sitt í Google Maps og gengur svo af stað, en byrjar að ganga í kolvitlausa átt. Hann hefur ekki sést síðan og ótal margar spurningar sitja uppi í kjölfar hvarfsins hans.
Við mælum með því að skoða Instagram hjá okkur til að sjá kort af leiðinni sem hann fór!
Tuesday Jan 18, 2022
Tuesday Jan 18, 2022
Tuesday Jan 18, 2022
Barbara Woods og eiginmaður hennar Denis urðu fyrir árás inn á heimili sínu aðfaranótt 24 apríl árið 1987.
Barbara var stungin margsinnis og lamin með skiptilykli og Denis bæði stunginn og tilraun gerð til að kæfa hann.
Barbara lést því miður af sárum sínum þessa nótt en Denis lifði af með undraverðum hætti
Morðingi Barböru var henni nærri en nokkur hefði getað ímyndað sér - en ekki bara það, hann bar fyrir sig ansi furðulega afsökun fyrir gjörðum sínum.
ÁSKRIFT -
Tuesday Jan 11, 2022
Tuesday Jan 11, 2022
Tuesday Jan 11, 2022
Lars fór með nokkrum gömul vinum sínum í ferðalag til Búlgaríu sumarið 2014 en snéri aldrei til baka. Hann hafði lent í átökum við aðra menn, sem skemmdu hljóðhimnuna hans og gat hann því ekki flogið heim með vinum sínum. Hann var að haga sér mjög undarlega og erfitt er að segja til um hvað kom fyrir, en nokkrar kenningar hafa komið í kjölfar hvarfsins.
Wednesday Jan 05, 2022
Wednesday Jan 05, 2022
Wednesday Jan 05, 2022
Coleman fjölskyldan stóð af foreldrunum Chris og Sheri og sonum þeirra, hinum 11 ára Garett og 9 ára gamla Gavin.
Chris hafði vegnað mjög vel í starfi sínu sem lífvörður og getað veitt fjölskyldu sinni mjög gott líf - en að starfa sem lífvörður hafði líka sínar neikvæðu hliðar, þar á meðal voru hótunarbréf í garð yfirmanns síns.
Þegar hótunarbréfin fóru að snúast að honum sjálfum og hans fjölskyldu hætti honum að lítast á blikuna.
Og réttilega svo - því þann 5 maí fannst fjölskylda hans látin heima hjá þeim.
Það átti þó eftir að koma í ljós að sá sem stóð á bakvið hótanirnar var óþægilega nálægt Sheri, Garett og Gavin.
Komdu í áskrift! Yfir 140 aðgengilegir þættir fyrir aðeins 1.390 kr. á mánuði - skoða hér.